ÁRLEG kaffisala Kristniboðsfélags karla í Reykjavík verður haldin næstkomandi sunnudag, 3. október, í Kristniboðssalnum að Háaleitisbraut. Hefst hún kl. 14.30 og stendur fram til kl. 18. Félagið er eitt af elstu kristniboðsfélögum landsins, stofnað 1920, og hefur um árabil staðið fyrir kaffisölu á haustin til fjáröflunar fyrir kristniboðið.
Karlar selja kaffi

ÁRLEG kaffisala Kristniboðsfélags karla í Reykjavík verður haldin næstkomandi sunnudag, 3. október, í Kristniboðssalnum að Háaleitisbraut. Hefst hún kl. 14.30 og stendur fram til kl. 18.

Félagið er eitt af elstu kristniboðsfélögum landsins, stofnað 1920, og hefur um árabil staðið fyrir kaffisölu á haustin til fjáröflunar fyrir kristniboðið. Margar konur leggja körlunum lið við undirbúning.

Ágóðinn rennur til starfs Sambands íslenskra kristniboðsfélaga sem í áratugi hefur sent kristniboða til starfa í Afríku. Nýr kristniboði, Leifur Sigurðsson, kom nýlega til starfa meðal Pókot-þjóðflokksins í Kenýa eftir nám í Noregi og nám í svahílí í Nairóbí.

Margir söfnuðir eru í kirkjunum sem stofnaðar hafa verið í Eþíópíu og Kenýa fyrir starf kristniboða frá Norðurlöndunum.