SJÖ myndlistarkonur opna sýningu í Sparisjóði Garðabæjar, Garðatorgi 1, á morgun, laugardag, kl. 13. Það eru þær Freyja Önundardóttir, Guðný Jónsdóttir, Gunnhildur Ólafsdóttir, Ingibjörg Hauksdóttir, Jóhanna Sveinsdóttir, Kristín Blöndal og Sesselja Tómasdóttir sem sýna grafíkmyndir og málverk. Allar hafa þær myndlistarnám að baki og hafa tekið þátt í fjölda sýninga.
Sjö myndlistarkonur í Sparisjóði Garðabæjar

SJÖ myndlistarkonur opna sýningu í Sparisjóði Garðabæjar, Garðatorgi 1, á morgun, laugardag, kl. 13. Það eru þær Freyja Önundardóttir, Guðný Jónsdóttir, Gunnhildur Ólafsdóttir, Ingibjörg Hauksdóttir, Jóhanna Sveinsdóttir, Kristín Blöndal og Sesselja Tómasdóttir sem sýna grafíkmyndir og málverk.

Allar hafa þær myndlistarnám að baki og hafa tekið þátt í fjölda sýninga. Þær reka ásamt sjö öðrum listakonum gallerí Listakot, Laugavegi 70.

Sýningin verður opin á afgreiðslutíma Sparisjóðsins frá kl. 8.30­16 alla virka daga og stendur til 5. nóvember.