Borgarráð Reykjavíkur hefur staðfest samþykktir skipulags- og umferðarnefnd borgarinnar um úrbætur í umferðarmálum á nokkrum stöðum í borginni. Samþykkt var að Seljabraut milli Jaðarsels og Engjasels verði gert að 30 km svæði ásamt aðliggjandi götum. Þá var staðfest stöðvunarskylda á Starhaga gagnvart umferð á Suðurgötu.
Aðgerðir í umferðarmálum

Reykjavík

Borgarráð Reykjavíkur hefur staðfest samþykktir skipulags- og umferðarnefnd borgarinnar um úrbætur í umferðarmálum á nokkrum stöðum í borginni.

Samþykkt var að Seljabraut milli Jaðarsels og Engjasels verði gert að 30 km svæði ásamt aðliggjandi götum.

Þá var staðfest stöðvunarskylda á Starhaga gagnvart umferð á Suðurgötu.

Einnig samþykkti nefndin að setja upp þrjá stöðumæla við Skúlagötu 54­56.