OPNAÐUR hefur verið söfnunarreikningur til stuðnings þeim ellefu leikskólakennurum sem sagt hafa upp störfum hjá leikskólum Árborgar, en þeir hættu störfum um síðustu mánaðamót. Sveitarstjórn Árborgar vísaði uppsögnunum til Félagsdóms. Lögð var fram frávísunarkrafa, en Félagsdómur hafnaði kröfunni. Úrskurðurinn var kærður til Hæstaréttar, sem er enn með málið til athugunar.
Safnað fyrir leikskólakennara í Árborg

OPNAÐUR hefur verið söfnunarreikningur til stuðnings þeim ellefu leikskólakennurum sem sagt hafa upp störfum hjá leikskólum Árborgar, en þeir hættu störfum um síðustu mánaðamót. Sveitarstjórn Árborgar vísaði uppsögnunum til Félagsdóms. Lögð var fram frávísunarkrafa, en Félagsdómur hafnaði kröfunni. Úrskurðurinn var kærður til Hæstaréttar, sem er enn með málið til athugunar.

"Meðan á þessari óvissu stendur eru leikskólakennarar í Árborg í biðstöðu og auðvitað launalausir. Nú ríður á að aðrir leikskólakennarar sýni þeim samstöðu í verki," segir í fréttatilkynningu frá Unni Stefánsdóttur leikskólakennara.

Bankareikningurinn er hjá Íslandsbanka í Kópavogi og númer 0547-14-601540.