KARTÖFLUVERKSMIÐJU Þykkvabæjar hf. er skylt að láta af notkun merkisins "Kartöflu- Lína" á framleiðsluvörum sínum, samkvæmt dómi Hæstaréttar. Ástæðan er sú, að Bakkavör hf. á vörumerkið "Lína" og notar það sem auðkenni fyrir tilteknar matvælaafurðir, "Laxa-Línu", "Síldar- Línu" og "Túnfisk-Línu".

"Línur" úr fiski

ekki kartöflum

KARTÖFLUVERKSMIÐJU Þykkvabæjar hf. er skylt að láta af notkun merkisins "Kartöflu- Lína" á framleiðsluvörum sínum, samkvæmt dómi Hæstaréttar. Ástæðan er sú, að Bakkavör hf. á vörumerkið "Lína" og notar það sem auðkenni fyrir tilteknar matvælaafurðir, "Laxa-Línu", "Síldar- Línu" og "Túnfisk-Línu".

Í dómi Hæstaréttar kom fram, að Kartöfluverksmiðjan hefði þegar hætt að merkja svokallað kartöflugratín með þessu heiti og hefði vörum með slíkri merkingu ekki verið dreift síðan í mars á þessu ári, eftir að Héraðsdómur féll, Kartöfluverksmiðjunum í óhag.

"Af gögnum málsins verður ráðið," sagði Hæstiréttur, "að geymsluþol á þeirri vörutegund aðaláfrýjanda, sem hér um ræðir, sé tveir mánuðir frá framleiðsludegi. Samkvæmt því má telja útilokað að vörur með merkinu séu enn á boðstólum í verslunum eða hjá aðaláfrýjanda." Hæstiréttur hafnaði af þessari ástæðu þeirri kröfu Bakkavarar að þessar vörur yrðu innkallaðar og eyðilagðar, en var sammála Héraðsdómi að merkingarnar gætu leitt til þess að villst yrði á vörum frá fyrirtækjunum. Kartöfluverksmiðju Þykkvabæjar var gert að greiða Bakkavör 200 þúsund krónur í málskostnað.