Útspil: Hjartafjarki. Hvernig er best að spila? Að öllum líkindum er spaðaásinn í austur, svo það verður að fríspila tígulinn án þess að hleypa vestri inn til að spila spaða í gegnum kónginn. Sem tekst alltaf ef austur á a.m.k. annað litlu hjónanna í tíglinum.
ÞEKKT stef gengur aftur í spili dagsins, en það er nógu sígilt til að þola margar birtingar í hinum ýmsu blæbrigðum:

Norður gefur; NS á hættu.

K7

Á6

K10983

ÁDG9

106

3

Á76

K1076542



-- 1 tígull 1 hjarta 2 lauf 3 hjörtu 4 hjörtu Pass 5 lauf Pass Pass Pass

Útspil: Hjartafjarki.

Hvernig er best að spila?

Að öllum líkindum er spaðaásinn í austur, svo það verður að fríspila tígulinn án þess að hleypa vestri inn til að spila spaða í gegnum kónginn. Sem tekst alltaf ef austur á a.m.k. annað litlu hjónanna í tíglinum. En ef legan er þessi, er alvarleg hætta á að tapa spilinu:



K7

Á6

K10983

ÁDG9

D98543

G874

DG5

--

ÁG2

KD10952

42

83

106

3

Á76

K1076542



Þessum möguleika er mætt með því að millifæra tapslagi. Sagnhafi setur lítið hjarta úr blindum í fyrsta slag! Austur fær þannig slag á hjarta, sem vörnin átti enga heimtingu á, en hins vegar fer tígull heima niður í hjartaás og síðan má trompa litinn frían án þess að vestur komist inn. Austur getur því ekki gert betur en að hirða á spaðaásinn í öðrum slag.