"ÞAÐ var orðin mikil taugaspenna hér í herbúðum Lustenau í dag [í gær], þegar beðið var eftir leikheimild fyrir mig. Það má með sanni segja að menn hafi verið byrjaðir að naga neglurnar ­ svo lyftist brúnin á mönnum.


KNATTSPYRNA Leikheimild fyrir Birki Kristinsson barst til Lustenau á elleftu stundu

"Þeir voru farnir

að naga neglurnar"

"ÞAÐ var orðin mikil taugaspenna hér í herbúðum Lustenau í dag [í gær], þegar beðið var eftir leikheimild fyrir mig. Það má með sanni segja að menn hafi verið byrjaðir að naga neglurnar ­ svo lyftist brúnin á mönnum. Leikheimildin frá Íslandi kom klukkan hálf fjögur, eða stuttu áður en skrifstofunni var lokað hjá knattspyrnusambandi Austurríkis," sagði Birkir Kristinsson, landsliðsmarkvörður, sem ÍBV hefur lánað til austurríska 1. deildarliðsins Lustenau.

Þessi spenna út af leikheimildinni var vegna þess að Lustenau á að leika í dag gegn nágrannaliðinu Bregenz. "Það er um ekkert annað talað hér nema þessa nágrannarimmu," sagði Birkir, sem æfði með liðinu á fimmtudaginn og í gær. "Það má segja að þetta sé óvænt uppákoma fyrir mig og tilvalið tækifæri til að halda mér í leikæfingu fyrir leikinn gegn Frökkum í París," sagði Birkir, en kallað var á krafta hans þegar aðalmarkvörður liðsins meiddist ­ og eftir að varamarkvörðurinn hafði fengið á sig fjögur mörk í síðasta leik.

"Það var rætt um að ég myndi leika tvo til þrjá leiki með liðinu. Ég frétti ekki fyrr en í gær að annar leikur liðsins væri á miðvikudaginn, eða á sama tíma og landsliðið kemur saman í París. Ég hef rætt um það við Guðjón Þórðarson og eru forráðamenn liðsins tilbúnir að fara með mig akandi til Parísar eftir leikinn, eða ég færi með flugi frá Z¨urich," sagði Birkir.

Birkir sagði að það væri sannkallað fjölþjóðalið hjá Lustenau, "Hér eru þrír hollenskir leikmenn, tveir Þjóðverjar, Brasilíumaður og leikmaður frá Ghana ­ og ég Íslendingurinn. Ég bíð spenntur eftir leiknum við Bregenz."

Lustenau er í þriðja neðsta sæti ­ fimm stigum fyrir ofan Bregenz. Í neðsta sætinu er LASK frá Lins. Eitt lið fellur úr deildinni.

Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundsson Ívar Ingimarsson, miðvallarleikmaður ÍBV, sem hefur leikið mjög vel með Eyjaliðinu í sumar.