VAXTAÓTTI greip aftur um sig á mörkuðum í gær. Evrópsk hluta- og skuldabréf lækkuðu í verði vegna hagtalna, sem óttazt var að gætu leitt til vaxtahækkunar í Evrópu og Bandaríkjunum í næstu viku. Dollar lækkaði gegn jeni því að japanskar hagtölur juku vonir um að næststærsta þjóðarbú heims væri á batavegi.
Vaxtaótti veikir stöðu evrópskra bréfa



VAXTAÓTTI greip aftur um sig á mörkuðum í gær. Evrópsk hluta- og skuldabréf lækkuðu í verði vegna hagtalna, sem óttazt var að gætu leitt til vaxtahækkunar í Evrópu og Bandaríkjunum í næstu viku. Dollar lækkaði gegn jeni því að japanskar hagtölur juku vonir um að næststærsta þjóðarbú heims væri á batavegi. Japansbanki birtir nýjar hagtölur á mánudag og fundur bandaríska seðlabankans um vaxtamál fer fram á þriðjudag. Evrópski seðlabankinn og Englandsbanki ákveða vexti á fimmtudag. Næsta vika verður söguleg," sagði yfirhagfræðingur ING Barings. Markaðurinn verður aÐ vinna úr mörgum upplýsingum, en ég tel að hann geri of lítið úr hættunni á aðhaldi bandaríska seðlabankans." Vísitala viðskiptaskilyrða í bandaríska framleiðslugeiranum hækkaði í 57,8 en hagfræðingar höfðu búizt við 54,3 (hærri tala en 50 táknar þenslu). Tölurnar styðja kenningar um vaxtahækkun. Dow Jones hafði lækkað um 0,9% þegar viðskiptum lauk í London. Evra hækkaði í 1,0767 vegna hagstæðra hagtalna og tals um hærri vexti og hafði ekki verið hærri síðan 6. ágúst. Framleiðsla á evrusvæðinu í september hafði ekki verið meiri í 14 mánuði. Euro STOXX 50 úrvalsvísitalan og Eurotop 300 lækkuðu um 0,75% hvor. FTSE 100 í London's lækkaði um 1%, en bréf í BP Amaco hækkuðu um 2,3%. Þýzka DAX vísitalan lækkaði um tæp 0,5%, aðallega vegna 2,35% lækkunar Deutsche Telekom AG.