INGVAR Karlsson, eigandi heildsölunnar Karl K. Karlsson, mun í næstu viku taka við viðurkenningu frá samtökum skoskra viskýframleiðenda, fyrir störf fyrirtækisins á íslenskum markaði. Heildsalan hefur um árabil flutt inn viský og fleiri áfengistegundir hingað til lands.
Karl K. Karlsson

Viðurkenning í Skotlandi

INGVAR Karlsson, eigandi heildsölunnar Karl K. Karlsson, mun í næstu viku taka við viðurkenningu frá samtökum skoskra viskýframleiðenda, fyrir störf fyrirtækisins á íslenskum markaði.

Heildsalan hefur um árabil flutt inn viský og fleiri áfengistegundir hingað til lands. Athöfnin fer fram í kastala í Perth-skíri og að sögn Ingvars bíður hans þétt dagskrá frá mánudegi fram til fimmtudags.