HLUTHAFAFUNDUR í Borgey hf. á Höfn samþykkti í gær sameiningu við Skinney hf. og Þinganes hf. Félögin sameinast í Borgey en nafni félagsins er jafnframt breytt í Skinney-Þinganes hf. Hluthafar Skinneyjar hf. og Þinganess hf. hafa áður samþykkt sameininguna.
Hornafjörður Samruni fyrirtækja samþykktur

HLUTHAFAFUNDUR í Borgey hf. á Höfn samþykkti í gær sameiningu við Skinney hf. og Þinganes hf. Félögin sameinast í Borgey en nafni félagsins er jafnframt breytt í Skinney-Þinganes hf.

Hluthafar Skinneyjar hf. og Þinganess hf. hafa áður samþykkt sameininguna. Með fundinum í gær er lokið samrunaferli félaganna þriggja sem hófst í byrjun ársins með kaupum Þinganess og Skinneyjar á meirihluta hlutabréfa í Borgey. Sameiningin gildir frá síðustu áramótum.

Á fundinum í gær var hlutafé Borgeyjar lækkað úr rúmum 484 milljónum niður í tæpar 200 milljónir til jöfnunar á tapi. Hlutaféð var síðan hækkað í 650 milljónir kr. vegna samruna félaganna.