BÚR hf., innkaupafyrirtæki Kaupáss og kaupfélaganna, hefur áhuga á að kaupa grænmetis- og kartöflufyrirtækið Ágæti hf. og hafa viðræður farið fram um það, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Viðræðurnar hafa ekki skilað niðurstöðu enn sem komið er og óljóst hvenær það verður. Búnaðarbanki Íslands á meirihluta í Ágæti hf. eftir kaup á meirihluta hlutabréfa í fyrirtækinu í júní í sumar.
Búr hf. hefur áhuga á Ágæti

BÚR hf., innkaupafyrirtæki Kaupáss og kaupfélaganna, hefur áhuga á að kaupa grænmetis- og kartöflufyrirtækið Ágæti hf. og hafa viðræður farið fram um það, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Viðræðurnar hafa ekki skilað niðurstöðu enn sem komið er og óljóst hvenær það verður. Búnaðarbanki Íslands á meirihluta í Ágæti hf. eftir kaup á meirihluta hlutabréfa í fyrirtækinu í júní í sumar.

Búr hf. er innkaupafyrirtæki Kaupáss, sem rekur Nóatún, KÁ og 11­11 verslanirnar, og KEA, Samkaups og fleiri kaupfélaga. Það hefur séð um innkaup fyrir þessa aðila, en fyrst og fremst verið á sviði þurrvöru.