Risavaxinn fáni Kínverska alþýðulýðveldisins líður fram hjá aðalhliði Torgs hins himneska friðar þar sem mikil skrúðganga var haldin í gær í tilefni af því að fimmtíu ár eru liðin frá stofnun ríkisins. Meira en 500.000 hermenn og óbreyttir borgarar tóku þátt í hátíðahöldunum, þeirra á meðal fjöldi barna.
Hátíðahöld á Torgi hins himneska friðar

Risavaxinn fáni Kínverska alþýðulýðveldisins líður fram hjá aðalhliði Torgs hins himneska friðar þar sem mikil skrúðganga var haldin í gær í tilefni af því að fimmtíu ár eru liðin frá stofnun ríkisins. Meira en 500.000 hermenn og óbreyttir borgarar tóku þátt í hátíðahöldunum, þeirra á meðal fjöldi barna. Fyrir skrúðgöngunni fór fylking skriðdreka, fimm í hverri röð, og púuðu reykskýjum. Fast á eftir fylgdu risavaxnir herbílar sem báru flugskeyti en í lofti fóru herþotur með miklum gný. Hápunktur skrúðgöngunnar var "ljónadans" hundruða listdansara sem voru íklæddir litskrúðugum ljónabúningum og hreyfðu sig í takt við mikinn trumbuslátt.

/Kínverjar fagna 33