TÓLF vopnaðir menn réðust inn í sendiráð Burma í Bangkok í gær og halda nú starfsmönnum og öðru fólki sem þar var statt í gíslingu. Mennirnir, sem segjast tilheyra samtökum námsmanna í Burma, hafa krafist þess að pólitískir fangar í Burma verði látnir lausir úr fangelsi og að lýðræðislegar kosningar verði haldnar í landinu.
Gíslataka í sendiráði Burma í Bangkok TÓLF vopnaðir menn réðust inn í sendiráð Burma í Bangkok í gær og halda nú starfsmönnum og öðru fólki sem þar var statt í gíslingu. Mennirnir, sem segjast tilheyra samtökum námsmanna í Burma, hafa krafist þess að pólitískir fangar í Burma verði látnir lausir úr fangelsi og að lýðræðislegar kosningar verði haldnar í landinu. Einnig hafa þeir sett fram kröfu um að þeim verði útveguð þyrla og hafa hótað að drepa gíslanna einn af öðrum verði ekki orðið við henni. Talið er að á meðal gíslanna séu Þjóðverjar, Frakkar, Kanadamenn og Bandaríkjamenn, auk fólks frá nokkrum Asíulöndum. Sendiherrann var ekki í hópi gíslanna þar sem hann var ekki staddur í sendiráðinu þegar árásin var gerð.

Gíslatökumennirnir slitu öllu sambandi við lögreglu í Thaílandi síðdegis í gær en yfir eitthundrað lögreglumenn umkringdu sendiráðsbygginguna, auk sérsveitarmanna.

Uppreisnarmenn slitu/33