FJÖRUTÍU og fjögurra ára gömul barnfóstra, Manjit Basuta, var í gær dæmd í 25 ára hið minnsta og allt að lífstíðar fangelsi í Kaliforníu fyrir að bera ábyrgð á dauða 13 mánaða gamals drengs sem hún gætti.
Barnfóstra dæmd

FJÖRUTÍU og fjögurra ára gömul barnfóstra, Manjit Basuta, var í gær dæmd í 25 ára hið minnsta og allt að lífstíðar fangelsi í Kaliforníu fyrir að bera ábyrgð á dauða 13 mánaða gamals drengs sem hún gætti. Konan, sem er af indversku bergi brotin, rak dagheimili og var ákærð fyrir að hafa í mars árið 1998 tekið drenginn upp og hrist hann harkalega og síðar lamið höfði hans í gólfið vegna þess að hann veitti henni viðnám þegar hún ætlaði að skipta á honum.

Dómarinn sem kvað upp dóminn yfir Basuta sagðist hafa horfið frá því að hafa hann skilorðsbundinn og að þyngd refsingarinnar tæki meðal annars mið af því að hin seka væri ekki táningur sem ekki þekkti muninn á réttu og röngu.