Allt iðar af lífi eldsnemma morguns dádýrin að leik og sleikja saltið af asfaltinu. Reisa höfuðin, sperra löng eyrun og taka á rás grönn, spengileg, háfætt. Taka stökk yfir skurðinn til graslendisins ekkert sérlega hrædd. Dýrin eru hvít að aftan, fögur í ró sinni.


VALGERÐUR ÞÓRA BENEDIKTSSON

HVÍTASUNNUMORGUNN

Allt iðar af lífi eldsnemma morguns

dádýrin að leik og sleikja saltið af asfaltinu.

Reisa höfuðin, sperra löng eyrun

og taka á rás

grönn, spengileg, háfætt.

Taka stökk yfir skurðinn til graslendisins

ekkert sérlega hrædd.

Dýrin eru hvít að aftan, fögur í ró sinni.

Maríuerla með langt stél og hvíta rák á höfði

er ekki stygg, aðeins forvitin vegna tramps í skósólum.

Trampið er það einasta sem heyrist

inni í jarðgöngum gegnum granítbergið.

Fyrir utan er bleiksvartur steinninn

snarbrattur við þjóðveginn.

Fura og birki vaxa beint út úr berginu.

Hljómur frá strítt streymandi, mjóum fossi

heyrist. Vatnið er brúnt vegna vorleysinga

og rennur milli dökks og ljósgræns skógar.

Það heyrast djúpar drunur neðan frá firðinum.

Þvílík gleði að vera til

þennan fagra, lifandi morgunn.

Höfundurinn býr í Noregi.