LÍFIÐ, ORKAN OG ÁRIN VERÐLAUNAMYNDIR ÚR LJÓSMYNDASAMKEPPNI Í tilefni af ári aldraðra var efnt til ljósmyndasamkeppni á síðastliðnu vori, sem kynnt var í Lesbók og var skilafrestur til 15. september. Titill samkeppninnar var: Lífið, orkan og árin.

LÍFIÐ, ORKAN OG ÁRIN

VERÐLAUNAMYNDIR ÚR LJÓSMYNDASAMKEPPNI

Í tilefni af ári aldraðra var efnt til ljósmyndasamkeppni á síðastliðnu vori, sem kynnt var í Lesbók og var skilafrestur til 15. september. Titill samkeppninnar var: Lífið, orkan og árin. Samkeppnin fór fram að tilstuðlan framkvæmdanefndar árs aldraðra, Hans Petersen veitir verðlaunin, en í hlut Lesbókar kemur að birta úrslitin. Í dómnefndinni áttu sæti Margrét Erlendsdóttir fyrir hönd framkvæmdanefndar árs aldraðra, Sigrún Böðvarsdóttir fyrir Hans Petersen og Einar Falur Ingólfsson fyrir Morgunblaðið. Efnt er til sýningar í Borgarleikhúsinu á hluta þeirra ljósmynda sem bárust í samkeppnina og var sýningin opnuð í gær.





1. verðlaun, Canon Ef linsa 28-135 MM f 3,5-5,6 IS USM að verðmæti kr. 68.900 hlýtur Erling Ó. Aðalsteinsson fyrir þessa mynd af bráðhressum konum.







2. verðlaun, 20 stk. E100VS 135-36 mynda filmur ásamt framköllun að verðmæti kr. 42.200 hlýtur Kristján Eldjárn fyrir þessa mynd af manni austur í Flóa, sem ber sína byrði og fer létt með það.





3. verðlaun, 20 stk. E100VS 135-36 mynda filmur ásamt framköllun að verðmæti 42.200 hlýtur Árný Herbertsdóttir, ljósmyndastofunni Myndási á Ísafirði, fyrir þessa mynd af manni sem var að smíða sér sumarbústað vestur í Aðalvík.





Sérstaka viðurkenningu veitti dómnefndin Birgi Þórbjarnarsyni fyrir þessa ljósmynd af Ragnari Guðmundssyni á Nýhóli á Hólsfjöllum, sem þar býr með 30 ær, eina geit og nokkur hænsni. Ragnar er 76 ára og fyrir utan fjögur fyrstu æviárin hefur hann alla tíð átt heima á Nýhóli.