Í Vestmannaeyjum ótal fuglar fljúga og fylla björgin kliði radda sinna á meðan fiskinn hvíta vélar vinna þá vinnsluhljóðin blandast ómi hinna. Hraun og vikur jaðar þorpsins þekur mér þessa spurning augnablikið vekur: Hvert er það afl sem viðnám þetta veitti, viljans múr,


FIMM LJÓÐ

UM ÍSLAND

EFTIR WANG RONGHUA SENDIHERRA KÍNVERSKA ALÞÝÐULÝÐVELDISINS Á ÍSLANDI



VILHJÁLMUR H. GÍSLASON ÞÝDDI

HUGHRIF ÚR FYRSTU EYJAFERÐ MINNI

Í Vestmannaeyjum ótal fuglar fljúga og fylla björgin kliði radda sinna á meðan fiskinn hvíta vélar vinna þá vinnsluhljóðin blandast ómi hinna. Hraun og vikur jaðar þorpsins þekur mér þessa spurning augnablikið vekur: Hvert er það afl sem viðnám þetta veitti, viljans múr, hann ásýnd þorpsins breytti? Á JÖKLUM Hve margir tindar hvíla í faðmi fanna sem finnast hér í ríki okkar manna? Á Langjökli ég söng af sannri gleði og setti fjallakyrrðina að veði. En vélsleðar í flokki framhjá þeystu og freðna mjöll í skýjabólstra leystu Allt í einu glöggum sá ég sjónum hvar sameinaðist vetrarbrautin snjónum.

GULLFOSS LITINN AUGUM

Ég lagði bílnum þar sem grasið grær og greindi í fjarska hvítan jökultind en seinna þegar bíllinn bar mig nær mér blasti við svo undurfögur mynd. Bráðinn snjór í gljúfrum römmum rann reginöskur iðukastsins drundi uns flaumur vatnsins friðinn hljóða fann í faðmi dalsins þar sem lygnt það undi. Í þúsund ár það kalt og biturt beið nú beisklega það tregar þessa gerð að hafa ekki vaknað, lagt á leið sem lindarvatn til mannanna, í ferð.

HUGRENNINGAR Á LEIÐ UM GÖNGIN



ARNÞÓR HELGASON OG STEINGRÍMUR ÞORBJARNARSON ÞÝDDU

Mér er ljúft að frétta að á Íslandi er upprunninn ógnarmikill dreki. Í friðsæld hann hvíldi í hafsins djúpi og hlýddi á öldugjálfrið. Skrokkurinn teygðist tíu þúsund skref. Um iður hans var hundruðum vagna ekið. Hann lék sér að perlum í hundruð ára og þær fengu ekki framar fangað huga hans. Hann hendir gaman að tímanum og hefur upp nýjan leik. Aktu óhræddur um kviðarhol hans og vertu sigurviss.



HAMINGJUÓSKIR MEÐ SKIPULAG 29. ÓLYMPÍULEIKANNA Í EÐLISFRÆÐI

Nemendur sækja Ísland heim til að etja kappi á Ólympíuleikum. Gestrisnin, heit sem hraun vermdi blóð þeirra. Í draumi um sumarbjarta nótt ómaði kórsöngur og lúðraþytur við dagmál. Hvernig gátu þeir sigrað í slíkri æsingu? Þeir urðu að halda ró sinni og finna jafnvægi hugans. Þótt prófin séu erfið eru þeir ófjötraðir með jöklasnjó í greipum sér.