Fólk heldur að ég sé mannæta En þú veist hvernig fólk talar. Það segir að ég hafi rauða góma. En hver hefur svo sem hvíta góma? Lifi tómatarnir! Fólk segir það það komi ekki nærri eins margir ferðamenn núna. En þú veist að þetta er ekki Ameríka og að enginn hér á peninga.


YAMBO OULOGUEM

TÓMATAR



TRYGGVI V. LÍNDAL ÞÝDDI

Fólk heldur að ég sé mannæta

En þú veist hvernig fólk talar.



Það segir að ég hafi rauða góma.

En hver hefur svo sem hvíta góma?

Lifi tómatarnir!



Fólk segir það það komi ekki nærri eins

margir ferðamenn núna.

En þú veist

að þetta er ekki Ameríka og að

enginn hér á peninga.



Fólkið heldur að það sé við mig að sakast

og er óttaslegið

en sjáðu nú bara:

Tennur mínar eru hvítar, ekki rauðar.

Ég hef ekki étið neinn.



Fólk er kvikindislegt, það segir að

ég fúlsi við bökuðum túristum.

Eða þá kannski að ég hafi pantað þá grillaða;

bakaða eða grillaða túrista.

Þau segja ekkert, halda bara áfram

að horfa á gómana mína.

upp með tómatana!

Höfundurinn er skáld í Mali í Afríku.