DAGUR námsbrautar í hjúkrunarfræði verður haldinn hátíðlegur í dag. Hátíðin fer fram í Skólabæ, Suðurgötu 26, Reykjavík, og hefst kl. 14 en lýkur um kl. 16. Hátíðardagskráin hefst með ávarpi formanns stjórnar Hollvinafélagsins, Vilborgar Ingólfsdóttur. Birna Flygenring fjallar um námsbraut í hjúkrunarfræði 1999-2000. Dr.
Dagur námsbrautar í hjúkrunarfræði við HÍ

DAGUR námsbrautar í hjúkrunarfræði verður haldinn hátíðlegur í dag. Hátíðin fer fram í Skólabæ, Suðurgötu 26, Reykjavík, og hefst kl. 14 en lýkur um kl. 16.

Hátíðardagskráin hefst með ávarpi formanns stjórnar Hollvinafélagsins, Vilborgar Ingólfsdóttur. Birna Flygenring fjallar um námsbraut í hjúkrunarfræði 1999-2000. Dr. Marga Thome formaður stjórnar Rannsóknarstofnunar í hjúkrunarfræði mun kynna starfsemi hennar og áform um frekari verkefni. Ragnheiður Haraldsdóttir mun afhenda viðurkenningu fyrir framlag til rannsókna og sá sem hlýtur viðurkenninguna mun segja frá rannsóknum sínum.

Allir hollvinir námsbrautar í hjúkrunarfræði og aðrir velunnarar eru velkomnir.