TVEIR leikmenn ÍBV eru leikmenn Íslandsmótsins í knattspyrnu 1999 að mati íþróttafréttamanna Morgunblaðsins ­ Birkir Kristinsson landsliðsmarkvörður og Ívar Ingimarsson miðvallarleikmaður sem voru efstir í einskunnagjöf Morgunblaðsins. Aldrei áður hafa tveir menn frá sama liði verið í efsta sæti. Leikmenn Eyjaliðsins hafa þrjú ár í röð verið útnefndir leikmenn mótsins.


KNATTSPYRNA Birkir og Ívar efstir í einkunnagjöf Morgunblaðsins

Viðurkenning

fyrir Eyjarnar

TVEIR leikmenn ÍBV eru leikmenn Íslandsmótsins í knattspyrnu 1999 að mati íþróttafréttamanna Morgunblaðsins ­ Birkir Kristinsson landsliðsmarkvörður og Ívar Ingimarsson miðvallarleikmaður sem voru efstir í einskunnagjöf Morgunblaðsins. Aldrei áður hafa tveir menn frá sama liði verið í efsta sæti. Leikmenn Eyjaliðsins hafa þrjú ár í röð verið útnefndir leikmenn mótsins. Hlynur Stefánsson, fyrirliði ÍBV, var útnefndur í fyrra og hann og Ólafur Þórðarson, ÍA, voru útnefndir 1997.

Birkir og Ívar fengu alls 19 M í átján leikjum. Þess má geta að Hlynur fékk 24 M í fyrra og hann og Ólafur fengu 21 M 1997. Jens Martin Knudsen, markvörður Leifturs, er í þriðja sæti í einkunnagjöfinni, með 16 M og síðan komu KR-ingarnir sókndjörfu Guðmundur Benediktsson og Bjarki Gunnlaugsson með 15 M.

"Þið segir mér fréttir. Það er mikill heiður fyrir mig að vera eftur á blaði í einkunnagjöf Morgunblaðsins. Ekki skemmir það fyrir að við hliðina á mér er félagi minn Ívar Ingimarsson. Þetta er viðurkenning fyrir Eyjarnar ­ sýnir mér að ég hef verið að gera rétt á leikvelli. Það er ljúft að fá viðurkenningu frá mönnum sem lifa og hrærast í knattspyrnunni, eins og blaðamönnum Morgunblaðsins," sagði Birkir, sem er staddur í Austurríki. "Þetta er kærkomið fyrir okkur Eyjamenn, eftir að við misstum bæði Íslands- og bikarmeistaratitilinn til KR. Ekki skemmir það svo að við eigum markakónginn ­ Steingrím Jóhannesson, sem fær gullskóinn annað árið í röð," sagði Birkir.

Ekki náðist í Ívar, þar sem hann er staddur í Hollandi við æfingar. Þeir fá viðurkenningar sínar afhentar við fyrsta tækifæri.

KR langefst / B4

M-lið ársins / B4

Þeir voru... / B4

Morgunblaðið/Einar Falur Bikrir Kristinsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, gefur bandarískri konu eiginhandaráritun í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli.