DR. Gunnar Hrafn Birgisson sálfræðingur heldur nú í október námskeið byggt á bók hans "Stattu með þér". Námskeiðið er haldið mánudagana 4. og 11. október, kl. 17­18.50 og kl. 19­20.50 í húsi Þjóðskjalasafnsins við Laugaveg 162. Kennd eru grundvallaratriði kenningar dr. Alberts Ellis, það er rökrænnar tilfinningalegrar atferlishyggju (REBT).

Sálfræðinámskeið

DR. Gunnar Hrafn Birgisson sálfræðingur heldur nú í október námskeið byggt á bók hans "Stattu með þér". Námskeiðið er haldið mánudagana 4. og 11. október, kl. 17­18.50 og kl. 19­20.50 í húsi Þjóðskjalasafnsins við Laugaveg 162.

Kennd eru grundvallaratriði kenningar dr. Alberts Ellis, það er rökrænnar tilfinningalegrar atferlishyggju (REBT). Einnig hvernig henni er beitt til að þjálfa uppbyggilegt hugarfar gagnvart mótlæti og hindrandi tilfinningum, s.s. kvíða, reiði og depurð.

Nánari upplýsingar veita sálfræðistofa Gunnars og Upptök ehf.