ALÞJÓÐLEGIR fugladagar eru 2. og 3. október nk. Fólk um allan heim mun fara út og skoða og telja fugla þessa daga. Slíkir dagar hafa verið haldnir þrisvar áður. Fuglaverndarfélag Íslands skipuleggur fuglaskoðun í Fossvogi sunnudaginn 3. október frá kl. 15.30­17. Fuglaskoðarar verða fólki til aðstoðar við botn Fossvogs, Kópavogsmegin.
Talning og skoðun á alþjóðlegum fugladegi

ALÞJÓÐLEGIR fugladagar eru 2. og 3. október nk. Fólk um allan heim mun fara út og skoða og telja fugla þessa daga. Slíkir dagar hafa verið haldnir þrisvar áður.

Fuglaverndarfélag Íslands skipuleggur fuglaskoðun í Fossvogi sunnudaginn 3. október frá kl. 15.30­17. Fuglaskoðarar verða fólki til aðstoðar við botn Fossvogs, Kópavogsmegin. Þeir sem hafa áhuga geta ennfremur farið í fuglaskoðun á eigin spýtur á laugardeginum eða sunnudeginum og sent til Fuglaverndarfélagsins lista yfir þær tegundir sem sáust, staðsetningu og tíma, ennfremur væri gott að fá upplýsingar um fjölda fugla á viðkomandi athugunarstað. Netfang félagsins er fuglavernd þ simnet.is, heimilisfangið er Pósthólf 5069, 125 Reykjavík.

Japanska símafyrirtækið (Nippon Telephone and Telegram Company, NTT) mun gefa 10 dollara til BirdLife International fyrir hverja fuglategund sem sést um helgina í þeim löndum sem taka þátt í alþjóðlegum fugladögum. Framlag símafyrirtækisins verður nýtt í fuglaverndarverkefni á vegum BirdLife International. Fuglaverndarfélagið mun senda lista yfir þær tegundir sem sjást á Íslandi til Japans. Fyrstu niðurstöður fugladaganna í Evrópu verða komnar á sunnudagskvöld þann 3. október.