MENNINGAR- og friðarsamtök íslenskra kvenna (MFÍK) halda opinn fund þriðjudaginn 5. október kl. 20 á Vatnsstíg 10, MÍR sal. Yfirskrift vetrarstarfsins er Friður. Fyrsti fundur verður haldinn á Alþjóðlegum barnadegi Sameinuðu þjóðanna. Í tilefni þess verður efnið friðarfræðsla tekið til umræðu.
Friðarfræðsla rædd á barnadegi SÞ

MENNINGAR- og friðarsamtök íslenskra kvenna (MFÍK) halda opinn fund þriðjudaginn 5. október kl. 20 á Vatnsstíg 10, MÍR sal. Yfirskrift vetrarstarfsins er Friður. Fyrsti fundur verður haldinn á Alþjóðlegum barnadegi Sameinuðu þjóðanna. Í tilefni þess verður efnið friðarfræðsla tekið til umræðu.

Petrína Þorsteinsdóttir, þroskaþjálfi frá Soroptimistasambandi Íslands, kynnir bæklinginn Verum vinir, Snorri Traustason, kennari við Waldorf-leikskólann Sólstafi, flytur erindið Friðarfræðsla í Waldorf-skóla? Guðrún Þórsdóttir, kennsluráðgjafi, hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur ræðir um Lífsleikni ­ færni til friðar og betra lífs og Sigurður Björnsson, lektor við Kennaraháskóla Íslands, ræðir friðarfræðslu í Kennaraháskóla Íslands og gerir grein fyrir heimspeki hugtaksins friður.

Umræður og fyrirspurnir verða að loknum erindum.