Ingunn Ólafsdóttir Hin langa þraut er liðin

nú loksins hlaustu friðinn,

og allt er orðið rótt,

nú sæll er sigur unninn

og sólin björt upp runnin

á bak við dimma dauðans nótt.



Fyrst sigur sár er fenginn,

fyrst sorgarþraut er gengin

hvað getur grætt oss þá?

Oss þykir þungt að skilja,

en það er Guðs að vilja,

og gott er allt, sem Guði'er frá.

(V. Briem.) Elsku Inga frænka, takk fyrir allt.

Hvíl í friði.

Björg og fjölskylda.