JÓNÍNA GUÐNÝ HELGADÓTTIR

Jónína Guðný Helgadóttir fæddist í Dalbæ í Vestmannaeyjum 27. janúar 1909. Hún lést á Selfossi 25. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þóra Jónsdóttir, húsmóðir, f. 17. júní 1868, d. 11. mars 1965, ættuð úr Reynishverfi í Mýrdal, og Helgi Guðmundsson útgerðarmaður, f. 1.7. 1870, d. 11. mars 1925, ættaður frá Steinum undir Eyjafjöllum. Jónína var yngst fjögurra systkina, en þau hétu Guðjón, Rannveig Jóhanna og Margrét. Hinn 18. maí 1935 giftist Jónína Guðmundi Ketilssyni frá Stokkseyri, f. 13. mars 1902, d. 21. ágúst 1981. Þau bjuggu fyrstu árin á Fífilgötu 2 í Vestmannaeyjum og fluttust þaðan að Stokkseyri árið 1946. Ári seinna reistu þau sér hús í Smáratúni 4 á Selfossi og bjuggu þar til æviloka. Börn þeirar eru: 1) Helgi, f. 19. maí 1936, og var hann kvæntur Sæunni Sigurlaugsdóttur, f. 5. apríl 1945. Börn þeirra eru Sigurlaug, Guðmundur og Jón Þór. Helgi átti áður Hugrúnu Kristínu. 2) Þórhildur Margrét, f. 3. nóvember 1937, gift Páli Sigurgeirssyni, f. 10. desember 1930. Börn þeirra eru Guðjón Þór, Sigurgeir og Anna Dóra. 3) Viktoría, f. 10. mars 1941, gift Páli Jóni Bjarnasyni, f. 14. apríl 1938. Synir þeirra eru Guðmundur, Bjarni og Smári. Barnabarnabörn Jónínu eru 20 talsins. Útför Jónínu fer fram í Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.30.