HERDÍS SIGTRYGGSDÓTTIR

Herdís Sigtryggsdóttir fæddist á Hallbjarnarstöðum í Reykjadal í S-Þingeyjarsýslu 13. febrúar 1906. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Húsavík 23. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Helga Jónsdóttir og Sigtryggur Helgason. Herdís var yngst af níu systkinum sem öll eru nú látin en þau voru Björn, Örn, Helgi, Tryggvi, Gerður, Hreinn, Vagn, Sigrún og Herdís. Herdís ólst upp og starfaði lengst af í Reykjadal þar sem hún var ljósmóðir um árabil. Herdís giftist árið 1943 Karli Jakobssyni, f. 1.12. 1901, d. 27.1. 1986. Þeirra börn eru: 1) Hreiðar, f. 16.12. 1944, kvæntur Jónínu Árnýju Hallgrímsdóttur og eiga þau fjögur börn. 2) Helga, f. 28.8. 1948, gift Þóri Páli Guðjónssyni og eiga þau þrjú börn. Herdís og Karl bjuggu fyrst á Hallbjarnarstöðum í Reykjadal en lengst á Narfastöðum í sömu sveit. Árið 1972 fluttust þau til Húsavíkur og áttu heima þar síðan. Útför Herdísar fer fram frá Einarsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.