SIGRÍÐUR FINNBOGADÓTTIR

Sigríður Finnbogadóttir fæddist að Reyni í Mýrdal 4. janúar 1918. Hún lést á Dvalarheimilinu Hjallatúni, Vík í Mýrdal 26. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Finnbogi Einarsson frá Þórisholti, síðar bóndi í Presthúsum, f. 28.12. 1889, d. 17.4. 1985 og kona hans Kristín Einarsdóttir frá Reyni, f. 20.4. 1888, d. 7.3. 1986. Systkini: Guðrún, f. 1920; Vilborg, f. 1921; Matthildur, f. 1922; Magnús, f. 1925; Þóranna, f. 1927; Þorgerður, f. 1930; Hrefna, f. 1932; Einar Reynir, f. 1934. Eiginmaður Sigríðar var Gunnar Kristinn Magnússon, f. 20.1. 1912, d. 6.7. 1975. Þau gengu í hjónaband 17.6. 1942. Þau slitu samvistir. Börn þeirra: 1) Sigurlaug Auður, f. 8.11. 1939, d. 19.1. 1985. Sonur hennar og Helga Sigurðssonar; Njörður, f. 1964. 2) Kristbjörg Magnea, f. 16.2. 1941, maki Sigurjón Guðni Sigurðsson, f. 27.5. 1924, d. 24.6. 1994. Börn þeirra; Sigríður, f. 1965, Sigrún, f. 1966, Dýrfinna, f. 1971, Auður, f. 1972, Ágúst, f. 1974. 3) Sigurður Páll, f. 27.10. 1942, d. 26.10. 1985, maki Guðbjörg Bjarnadóttir, f. 8.7. 1940. Börn þeirra; Vignir, f. 1968, Heiðrún, f. 1970. 4) Símon, f. 18.3. 1944, maki Sigríður Guðmundsdóttir, f. 15.5. 1948. Börn; Sigurbjörg Kristín, f. 1965, Stúlka, f. 1969, d. 1969, Sigurður Þór, f. 1971, Matthildur Inga, f. 1972, d. 1980, Kristinn Matthías, f. 1984. 5) Finnbogi, f. 17.8. 1947.

Sigríður ólst upp í Presthúsum í Mýrdal. Árið 1938 hófu hún og Gunnar búskap að Reynisdal ásamt foreldrum hans, Magnúsi V. Finnbogasyni og Kristbjörgu Benjamínsdóttur. Árið 1953 flutti hún að Suður-Fossi og bjó þar til ársins 1997 er hún flutti á Dvalarheimilið Hjallatún í Vík. Sigríður stundaði hefðbundinn búskaparstörf alla tíð, fyrst í félagi við mann sinn að Reynisdal, síðan sem ráðskona hjá Geir Einarssyni föðurbróður sínum að Suður-Fossi og loks í samstarfi við Finnboga son sinn á sama bæ. Sigríður starfaði lengi með kvenfélaginu Ljósbrá, var í kirkjukór Reyniskirkju og tók þátt ýmsum félagsstörfum í sinni sveit.

Útför Sigríðar fer fram frá Reyniskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.