HREFNA RAGNHEIÐUR MAGNÚSDÓTTIR

Hrefna Ragnheiður Magnúsdóttir fæddist að Sæbóli í Aðalvík 17. ágúst 1908. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 21. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðný Sveinsdóttir, f. 14.7. 1882, d. 25.1. 1981, og Magnús Dósóþeusson, f. 20.8. 1879, d. 15.12. 1924. Hrefna var þriðja í röð sjö systra. Látnar eru Þórunn Karlinna, f. 1904, d. 1973, Dóróthea Margrét, f. 1906, d. 1969, Sigríður Júdit, f. 1910, d. 1969, og Svava Ingibjörg, f. 1916, d. 1993. Á lífi eru Anna Bergþóra, f. 1914, og Þorbjörg Elísabet, f. 1923. Hrefna giftist Guðmundi Benedikt Albertssyni, útvegsbónda og síðar skipasmið frá Hesteyri í Jökulfjörðum, 13. nóvember 1929 og bjuggu þau á Hesteyri til ársins 1946 að þau fluttu til Ísafjarðar. Guðmundur var fæddur 4.6. 1901, d. 20.3. 1972. Hrefna vann um árabil við sauma á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði og auk þess ýmis önnur störf. Þau Guðmundur eignuðust einn son, Magnús Reyni, framkvæmdastjóra á Ísafirði. Kona hans er Guðrún Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, og eiga þau fjögur börn: 1) Hrefna Ragnheiður, deildarstjóri á Ísafirði, f. 1967, hennar maður er Magnús Ingi Bjarnason, bifreiðarstjóri, þeirra börn eru Margrét Heiða, f. 1990, og Bjarni Maron, f. 1995. 2) Albert Vignir, húsasmiður og sundþjálfari á Akranesi, f. 1971. 3) Hlynur Tryggvi, nemi, f. 1974, og 4) Anna Margrét, nemi í Reykjavík, f. 1976. Hjá Hrefnu og Guðmundi ólst upp til fermingaraldurs systurdóttir Hrefnu og dóttir Svövu, Júdý Ásthildur Wesley, f. 1949, framreiðslumaður í Reykjavík. Útför Hrefnu Ragnheiðar fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.