ÓLAFÍA KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR

Ólafía Kristín Kristjánsdóttir fæddist í Pálshúsum í Grindavík hinn 10. desember 1940. Hún lést á Landspítalanum 25. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristján Sigurðsson, Móum á Skagaströnd, f. 12.12. 1908, d. 28.12. 1996, og Margrét Sigurðardóttir, Akrahóli í Grindavík, f. 28.2. 1909, d. 13.10. 1994. Ólafía ólst upp á Bergi í Grindavík og var yngst þriggja systkina. Systkini hennar eru Sigurður Gunnar, f. 8.10. 1929, og Björg Sigríður, f. 13.10. 1931.

Hinn 26. desember árið 1959 giftist Ólafía Helga S. Kristinssyni, Járngerðarstöðum, verkstjóra í Fiskanesi, f. 23.4. 1937. Foreldrar hans voru Kristinn Guðmundsson, Stóru Borg, Grímsnesi, f. 29.4. 1899, d. 23.10. 1955, og Vilborg Jóna Helgadóttir, Gimli, Grindavík, f. 19.5. 1909, d. 9.12. 1992. Börn Ólafíu og Helga eru: 1) Kristín Vilborg, f. 6.9. 1959, húsmóðir í Hafnarfirði. Hún giftist Bjarna Guðbrandssyni, vélstjóra, f. 25.8. 1960, d. 22.8. 1991. Börn þeirra eru: a) Ólafía Helga, f. 8.11. 1978. b) Guðbrandur Þór, f. 7.2. 1981. c) Helgi Freyr, f. 17.8. 1986. Sambýlismaður Kristínar er Hallgrímur P. Sigurjónsson, málari, f. 7.2. 1965. Barn þeirra er Íris Ósk, f. 22.5. 1997. 2) Elín Margrét, f. 11.2. 1972, húsmóðir í Vogum. Eiginmaður hennar er Svavar Jóhannsson, múrari, f. 22.6. 1970. Börn þeirra eru: a) Jóhann Sævar, f. 22.8. 1994. b) Fanney Dís, f. 22.8. 1996. c) Kristín Helga, f. 26.4. 1996. 3) Fóstursonur: Þorvaldur Þorvaldsson, matsveinn, f. 13.5. 1966. Barn hans er Saga Rut, f. 13.8. 1996. Sambýliskona Þorvalds er Hrefna Benediktsdóttir, iðnrekstrarfræðingur, f. 7.9. 1970.

Útför Ólafíu fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.