GUÐRÚN AÐALSTEINSDÓTTIR

Guðrún Aðalsteinsdóttir fæddist á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal 25. maí 1923. Hún lést 24. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Aðalsteinn Jónsson og Ingibjörg Jónsdóttir á Vaðbrekku. Eiginmaður Guðrúnar var Jón Jónsson, f. 18. janúar 1912, d. 31. júlí 1992, bóndi í Klausturseli, Jökuldal, 1955­69. Síðar verkamaður á Egilsstöðum. Börn þeirra: 1) Hrafnkell A. Jónsson, f. 3.2. 1948, héraðsskjalavörður Fellabæ, kona hans Sigríður Magna Ingimarsdóttir, starfsmaður við tómstundastarf aldraðra á Egilsstöðum. Börn þeirra: Bjartmar Tjörvi, kerfisfræðingur Hafnarfirði, kona hans Kristbjörg Jónasdóttir, nemi í viðskiptafræði. Börn þeirra: Tara Ösp, Embla Ósk. Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir. Nemi við Samvinnuháskólann Bifröst. 2) Aðalsteinn Ingi Jónsson, f. 12.10. 1952, bóndi í Klausturseli Jökuldal, formaður Landssambands sauðfjárbænda, kona hans Ólafía Sigmarsdóttir, húsfreyja og handverkskona Klausturseli. Börn þeirra: Henný, sjúkraliði, Sigmar Jón, nemi við Verkmenntaskólann Neskaupstað, Ævar Þorgeir, Marteinn Óli. 3) Jón Hávarður Jónsson, f. 17.11. 1957, trésmiður í Mývatnssveit, kona hans Íris Dóróthea Randversdóttir, kennari í Mývatnssveit. Börn þeirra: Steingrímur Randver, verkamaður á Héraði, Ragnar Bjarni, verkamaður á Héraði, Guðrún Sól. 4) Rósa Jónsdóttir, f. 14.6. 1962, hjúkrunarfræðingur á Vífilsstöðum, maður hennar Bjarni Richter, jarðfræðingur hjá Orkustofnun. Börn þeirra: Sigurður Ýmir, Jón Hákon. 5) Ingibjörg Jóhanna Jónsdóttir, f. 10.8. 1964, kennari við Egilsstaðaskóla, maður hennar Dagur Emilsson, kennari við Egilsstaðaskóla. Börn þeirra: Máni, Sesselja Sól. Guðrún útskrifaðist frá Alþýðuskólanum Eiðum 1942. Hún var farkennari á Jökuldal 1942­44. Útskrifaðist úr Húsmæðrakennaraskólanum 1946. Matreiðslukennari við Húsmæðraskólann á Hallormsstað 1946­47, 1948­1950 og 1967­ 1970. Bjó í Klausturseli á Jökuldal frá 1955 til 1969. Búsett á Egilsstöðum 1971 til dauðadags. Ráðskona við mötuneyti Menntaskólans á Egilsstöðum frá stofnun skólans 1979 til 1993. Guðrún sinnti margvíslegum félagsmálum. Hún var meðhjálpari í Eiríksstaðakirkju í þrjú ár, sat í stjórn kvenfélagsins Öskju Jökuldal í sex ár. Í stjórn Alþýðubandalagsfélags Fljótsdalshéraðs í fjögur ár, þar af formaður í eitt ár, síðar heiðursfélagi í því félagi. Starfaði fyrir Rauða Kross Íslands frá námsárum sínum í Húsmæðrakennaraskólanum allt fram á þetta ár. Hún gegndi ýmsum störfum fyrir Verkalýðsfélag Fljótsdalshéraðs og var m.a. formaður úthlutunarnefndar atvinnuleysisbóta um árabil. Guðrún starfaði í slysavarnadeildinni Gró á Fljótsdalshéraði, var m.a. formaður fjáröflunarnefndar Gróar um skeið. Hún var heiðursfélagi í Gró. Útför Guðrúnar fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.