Á AÐVENTUNNI mun þjóðgarðurinn á Þingvöllum bjóða upp á gönguferðir með leiðsögn alla laugardaga kl. 13. Farið verður vítt um og litið til náttúrunnar í vetrarbúningi, rifjaðar upp sögur af mannlífi í Þingvallahrauni og undirbúningi jóla áður fyrr.

Á AÐVENTUNNI mun þjóðgarðurinn á Þingvöllum bjóða upp á gönguferðir með leiðsögn alla laugardaga kl. 13.

Farið verður vítt um og litið til náttúrunnar í vetrarbúningi, rifjaðar upp sögur af mannlífi í Þingvallahrauni og undirbúningi jóla áður fyrr. Gönguleiðirnar eru valdar með það fyrir augum að hæfi sem flestum en nauðsynlegt er að vera vel búinn til vetrargöngu og gott er að hafa heitt á brúsa meðferðis.

Laugardaginn 11. desember verður gengið um Gjábakkastíg og skógarreitina undir Hrafnagjárhalli. Ferðin hefst við þjónustumiðstöð kl. 13 og tekur 2-3 klst.

Nánari upplýsingar eru veittar í þjónustumiðstöð. Þátttaka í gönguferðum þjóðgarðsins er ókeypis og allir eru velkomnir.