HALDIÐ verður námskeið föstudaginn 10. desember á Hvanneyri um smitvarnir á alifuglabúum. Námskeið er haldið á vegum Landbúnaðarskólans á Hvanneyri og embættis yfirdýralæknis fyrir alifuglabændur og aðra sem áhuga hafa á smitvörnum í búgreininni.

HALDIÐ verður námskeið föstudaginn 10. desember á Hvanneyri um smitvarnir á alifuglabúum. Námskeið er haldið á vegum Landbúnaðarskólans á Hvanneyri og embættis yfirdýralæknis fyrir alifuglabændur og aðra sem áhuga hafa á smitvörnum í búgreininni.

Aðalfyrirlesari á námskeiðinu verður Björn Engström, dr. med. vet., frá dýralækningastofnuninni í Uppsölum í Svíþjóð, sem er einn helsti sérfræðingur í alifuglasjúkdómum á Norðurlöndum. Auk þess mun Eggert Gunnarsson, dýralæknir á Keldum, og Jarle Reiersen, dýralæknir alifuglasjúkdóma, flytja erindi. Á námskeiðinu verður fjallað um orsakir sjúkdóma, smitleiðir, fyrirbyggjandi aðgerðir með sérstöku tilliti til salmonella og campylobacther.

Námskeiðið er liður í baráttunni við að koma í veg fyrir mengun af völdum campylobacter í alifuglum.

Umsjónarmaður á námskeiðinu er Helgi Björn Ólafsson, endurmenntuanrstjóri á Hvanneyri, og hann og Jarle Reiersen, dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá embætti yfirdýralæknis, veita allar nánari upplýsingar.