AÐALHEIÐUR S. Eysteinsdóttir opnar sýningu í Bókasafni Háskólans á Akureyri föstudaginn 10. desember frá kl. 16-18. Sýningin ber yfirskriftina "Gluggar".

AÐALHEIÐUR S. Eysteinsdóttir opnar sýningu í Bókasafni Háskólans á Akureyri föstudaginn 10. desember frá kl. 16-18. Sýningin ber yfirskriftina "Gluggar".

Í sýningarskrá segir Aðalheiður: "Hver kannast ekki við að sitja við glugga og hugsa um lífið fyrir utan. Hjá okkur sem búum við kulda og óveður meirihluta árs hefur glugginn verið tenging við umheiminn. Við víkkum sjóndeildarhringinn, opnum fyrir birtu sólar og ferskum vindum eða lokum á kulda og áreiti. Það eru nokkur ár síðan ég fór að safna gömlum gluggum sem höfðu þjónað tilgangi sínum í húsum fólks."

Aðalheiður hefur vinnustofu að Kaupvangsstræti á Akureyri og rekur þar einnig Ljósmyndakompuna. Hún stundaði nám við Myndlistarskólann á Akureyri og var nýlega úthlutað starfslaunum bæjarlistamanns á Akureyri. Aðalheiður hefur haldið sýningar hér heima og erlendis, síðast í Amsterdam. Sýning Aðalheiðar verður opin fram til 8. janúar árið 2000.