Reykjavíkurhöfn: Tunnulik og Torben koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Bliki og Kyndill komu í gær. Katla og Polar Siglir koma í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sólvallagötu 48, sími 5514349, gíró 36600-5.
Reykjavíkurhöfn: Tunnulik og Torben koma í dag.

Hafnarfjarðarhöfn: Bliki og Kyndill komu í gær. Katla og Polar Siglir koma í dag.

Fréttir

Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sólvallagötu 48, sími 5514349, gíró 36600-5. Skrifstofan er opin virka daga til jóla, frá kl. 14- 18. Flóamarkaður og fataúthlutun, miðvikud. kl. 14- 17.

Bókatíðindi 1999. Númer föstudagsins 10. desember er 35626.

Mannamót

Aflagrandi 40. Bingó og annað félagsstarf fellur niður í dag vegna jólahátíðarinnar í kvöld. Húsið opnað kl. 18. Jólahlaðborð, gestur kvöldsins sr. Örn Bárður Jónsson, SVR kórinn syngur, Baldvin Halldórsson les ljóð. Upplýsingar og skráning í afgr. Aflagranda s. 5622571.

Árskógar 4. Kl. 9-12 perlusaumur, kl. 13- 16.30 opin smíðastofan.

Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 9.30 böðun, kl. 9-16 fótaaðgerð, kl. 9-12 bókband, kl. 9-15 handavinna, kl. 13 spilað. Aðventuferð í boði Olíufélagsins hf, Essó og lögreglunnar í Reykjavík verður þriðjud. 14. des. Lagt af stað kl. 13, Langholtskirkja heimsótt, þar sem sr. Jón Helgi Þórarinsson verður með helgistund. Ekið um miðbæinn og jóladýrðin skoðuð. Að lokum verður kaffisamsæti, heitt súkkulaði og kökur í boði Búnaðarbankans. Félagar úr Tónhorninu skemmta. Skráning á skrifstofu og í síma 5685052, fyrir kl. 16. mánud. 13. des.

Félagsstarf aldraðra Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 10.30 Guðþjónusta. Spilamennska fellur niður í dag.

Félagsstarf eldri borgara Garðabæ. Opið hús í Kirkjuhvoli á þriðjudögum kl. 13. Tekið í spil og fleira. Boðið upp á akstur fyrir þá sem fara um lengri veg. Uppl. um akstur í síma 5657122.

Félag eldri borgara, í Hafnarfirði, Hraunseli við Reykjavíkurveg 50. Brids kl. 13. Ath. breyttur tími. Tvímenningskeppni og verðlaun veitt. Á morgun er markaðsdagur í Hraunseli. Kaffi, kakó og vöfflur. Þeir sem vilja vera með söluvarning láti vita í síma 5550142. Á þriðjudag býður Lögreglan og Slökkvilið Hafnarfjarðar upp á skoðun Kvikmyndasafnsins og kaffi á eftir í Kaplakrika. Skráning í Hraunseli. Rúta frá Hraunseli, Höfn og Hjallabraut 33.

FEBK Gjábakka Kópavogi. Spilað brids í Gjábakka í dag kl. 13.15.

Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofa opin alla virka daga frá kl. 10-13. Matur í hádeginu. Göngu-Hrólfar fara í létta göngu frá Ásgarði Glæsibæ kl. 10 á laugardagsmorgun. Upplýsingar á skrifstofu félagsins í s. 5882111, kl. 9-17 virka daga.

Félagsheimilið Gullsmára Gullsmára 13. Aðventukaffi í dag kl. 13. Gleðigjafarnir syngja í kl. 14. Kaffihlaðborð, súkkulaði með tilheyrandi jólabrauði. Handverksmarkaður verður í setustofu kl. 15-17.

Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 13-13.30 verða leikin lög af nýjum geisladiski "Lillukórsins" frá Hvammstanga, kl. 13.30, les Skarphéðinn Gunnarsson úr bók Höskuldar Skarphéðinssonar, Sviptingar á sjávarslóð. kl. 14. kóræfing veitingar í teríu.

Gott fólk, gott rölt, Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10.30 á laugardögum.

Gjábakki Fannborg 8. Kl. 9.30 gler og postulínsmálun, kl. 13 bókband, kl. 20.30 félagsvist. Húsið öllum opið. Jólahlaðborð verður 16. des. kl. 12.30. Skrá þarf þátttöku sem fyrst.

Hraunbær 105. Kl. 9 baðþjónusta, kl. 9.30 opin vinnustofa, kl. 9-12 útskurður, kl. 9-17 hárgreiðsla, kl. 11 leikfimi, kl. 13.30 spurt og spjallað.

Hvassaleiti 56-58. Kl. 9 böðun, fótaaðgerðir, hárgreiðsla, leikfimi og postulínsmálun. Jólafagnaðurinn er í kvöld og hefst með jólahlaðborði kl. 19. Tónlist, söngur og dans. Húsið opnað kl. 18.30. Upplýsingar í s. 5889335.

Hæðargarður 31. Kl. 9-13 vinnustofa, glerskurðarnámskeið, kl. 9-17 hárgreiðsla, kl. 9.30 gönguhópur, kl. 14 brids.

Norðurbrún 1. Kl. 9 hárgreiðsla, 9-13 smíðastofan opin, kl. 9.50 leikfimi, kl. 9-12.30 opin vinnustofa, kl. 10 boccia.

Vesturgata 7. Kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna, kl. 13.30 sungið við flygilinn, kl. 10 kantrý dans, kl. 11 danskennsla - stepp, kl. 14.30 kaffi og dansað í aðalsal. Aðventuferð verður 13. des. kl. 13. á vegum Esso og lögreglunnar. Helgistund í Langholtskirkju í umsjón sr. Jóns Helga Þórarinssonar. Ökuferð um miðbæinn á vegum Hagvagna. Jólaljósin skoðuð. Súkkulaði og kaffiveitingar í lok ferðar að Vesturgötu 7. Skráning í s. 5627077.

Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og bókband, kl. 9.30 stund með Þórdísi, kl. 10 leikfimi, kl. 10.30 ganga, kl. 13.30 bingó. Aðventu-jólakvöld í kvöld. Jólahugvekja, söngur, jólapakkar.

Hana-Nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10.

SVDK. Hraunprýði. Jólamatur verður þriðjudaginn 14. des. í Skútunni og hefst með borðhaldi kl. 19.30. Einsöngur, happdrætti, jólahugvekja, veislustjóri Gunnar Eyjólfsson. Bingó verðurí Haukahúsinu við Flatahraun, sunnud. 12. des kl. 20. Allur ágóði rennur til Slysavarna í Hafnarfirði. Matarvinningar, borðbúnaður og veisluföng. Allir velkomninr.