STJARNAN hennar Láru eftir þýska höfundinn Klaus Baumgart er í þýðingu Hildar Hermóðsdóttur. Einu sinni sem oftar getur Lára ekki sofnað. Hún sest við gluggann og sér þá litla stjörnu hrapa og lenda á gangstéttinni utan við húsið.

STJARNAN hennar Láru eftir þýska höfundinn Klaus Baumgart er í þýðingu Hildar Hermóðsdóttur.

Einu sinni sem oftar getur Lára ekki sofnað. Hún sest við gluggann og sér þá litla stjörnu hrapa og lenda á gangstéttinni utan við húsið. Fljótlega áttar Lára sig á því að stjarnan er ekki í réttu umhverfi, hún þarf að komast upp á himininn aftur og Lára verður að hjálpa henni - en hvernig?

Útgefandi er Mál og menning. Bókina er 32 bls., prentuð í Belgíu. Verð: 1.880 kr.