TUTTUGUSTU og fyrstu Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju verða haldnir að venju seinustu helgi fyrir jól. Fyrstu jólasöngvarnir eru föstudaginn 17. desember kl. 23. Aðrir tónleikar verða laugardaginn 18. desember kl. 23.

TUTTUGUSTU og fyrstu Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju verða haldnir að venju seinustu helgi fyrir jól. Fyrstu jólasöngvarnir eru föstudaginn 17. desember kl. 23. Aðrir tónleikar verða laugardaginn 18. desember kl. 23. Þriðju tónleikar verða sunnudaginn 19. desember kl. 20.

Uppselt er á alla tónleikana og hefur verið ákveðið að bæta við fjórðu tónleikunum laugardaginn 18. desember kl. 19.

Einsöngvarar verða Kristinn Sigmundsson og Ólöf Kolbrún Harðardóttir auk kórfélaga. Hljóðfæraleikarar eru Bernhard S. Wilkinson, flauta, Hallfríður Ólafsdóttir, flauta, Monika Abendroth, harpa, Hafsteinn Guðmundsson, fagott, Jón Sigurðsson, kontrabassi, og Claudio Ricci, orgel. Í nokkrum jólalögum af léttara taginu leika þeir Kjartan Valdemarsson píanóleikari og Pétur Grétarsson slagverksleikari. Gradualekór Langholtskirkju syngur bæði einn og með Kór Langholtskirkju en stjórnandi er Jón Stefánsson.

Miðar eru til sölu í Langholtskirkju og kosta kr. 1.500 Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju eru fáanlegir á geislaplötu sem heitir "Barn er oss fætt." Einnig er til jólaplatan "Á jólunum er gleði og gaman" með Gradualekór Langholtskirkju.