Í NORRÆNA húsinu á laugardaginn 11. desember kl. 14 -15 verða sýndar tvær kvikmyndir fyrir börn. Jólin hennar Línu Langsokks eða "Pippis jul" er sænsk kvikmynd frá árinu 1972.

Í NORRÆNA húsinu á laugardaginn 11. desember kl. 14 -15 verða sýndar tvær kvikmyndir fyrir börn.

Jólin hennar Línu Langsokks eða "Pippis jul" er sænsk kvikmynd frá árinu 1972.

"Pippi er alein heima hjá sér á aðfangadag jóla á Sjónarhóli og henni leiðist, en um kvöldið koma þau Tommi og Anna í heimsókn. Þau baka saman piparkökur í öllum mögulegum gerðum og stærðum." Kvikmynd er með sænsku tali, ætluð öllum börnum.

Þegar draumar vakna eða "Når drømmene våkner" er norsk kvikmynd frá árinu 1990.

"Hugsið ykkur ef allir draumar rættust og yrðu raunverulegir. Og hugsið ykkur ef þetta gerðist rétt fyrir jólin. Myndin er ótrúlegt ævintýri og í henni eru Ísabella sem er sex ára, litrík amma, raunverulegir jólasveinar, kanínur, kjúklingar og kameldýr, segir í fréttatilkynningu um myndina." Kvikmynd með norsku tali ætluð öllum börnum.

Aðgangur að sýningunum er ókeypis.