HÁTÍÐARTÓNLEIKAR Íslandsdeildar Amnesty International verða haldnir í Langholtskirkju í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20, á alþjóðlegum mannréttindadegi.

HÁTÍÐARTÓNLEIKAR Íslandsdeildar Amnesty International verða haldnir í Langholtskirkju í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20, á alþjóðlegum mannréttindadegi.

Íslandsdeild Amnesty International hefur til margra ára haldið mannréttindadaginn hátíðlegan, að þessu sinni leggja margir helstu tónlistarmenn landsins samtökunum lið. Þeir eru Gunnar Kvaran, Peter Mate, Jón Stefánsson, Ingveldur Ólafsdóttir, Atli Heimir Sveinsson, Sigrún Eðvaldsdóttir, Martial Nardeau, Signý Sæmundsdóttir, Þorgeir J. Andrésson, Hrefna Eggertsdóttir, Örn Magnússon, Kristinn H. Árnason og Óperukórinn. M.a. verða flutt verk eftir Messiaen, Prokofieff, Bernstein, Bach, Puccini, Menotti, Atla Heimi Sveinsson, Villa-Lobos, Tarrega og Verdi.

Allur ágóði rennur óskertur til mannréttindabaráttu Amnesty International.

Miðaverð er kr. 1.500. Forsala aðgöngumiða er í Skífunni við Laugaveg og í Kringlunni, Máli og menningu við Laugaveg og á skrifstofu Íslandsdeildar Amnesty International í Hafnarstræti 15, Reykjavík.