Gunnar Gunnarsson og Sigurður Flosason verða með jólaspuna í Langholtskirkju á laugardag.
Gunnar Gunnarsson og Sigurður Flosason verða með jólaspuna í Langholtskirkju á laugardag.
SIGURÐUR Flosason saxófónleikari og Gunnar Gunnarsson organisti halda tónleika í Langholtskirkju undir yfirskriftinni "Jólaspuni í Langholtskirkju" á morgun, laugardaginn 11. desember, kl. 17.

SIGURÐUR Flosason saxófónleikari og Gunnar Gunnarsson organisti halda tónleika í Langholtskirkju undir yfirskriftinni "Jólaspuni í Langholtskirkju" á morgun, laugardaginn 11. desember, kl. 17.

Á tónleikunum, sem bera undirtitilinn "Jólin allsstaðar - frá Brooklyn til Betlehem", munu Sigurður og Gunnar leika jólasálma og jólalög frá ýmsum tímum. Þannig spannar dagskráin allt frá fornum jólasöngvum 15. aldar til íslenskra og bandarískra jóladægurlaga nútímans. Meginuppistaða dagskrárinnar eru þó þekktir jóla- og aðventusálmar úr sálmabók íslensku þjóðkirkjunnar.

Tónleikarnir eru haldnir í framhaldi af fyrri tónleikum Sigurðar og Gunnars í Hallgrímskirkju, en þeir tónleikar voru haldnir undir yfirskriftinni "Sálmar lífsins". Tónleikarnir í Hallgrímskirkju sl. haust vöktu mikla athygli, fengu frábæra dóma og voru endurteknir vegna fjölda áskorana.

Nú hyggjast þeir félagar reyna hið nýja og glæsilega Noack-orgel Langholtskirkju. Efnisskrá tónleikanna er ný, en sem fyrr flytja Sigurður og Gunnar eigin útsetningar þekktra verka og spinna á ýmsa vegu.

Miðaverð er kr. 1.500.