Jóhannes Helgi
Jóhannes Helgi
UM víðan völl er fjórða greinasafn eftir Jóhannes Helga .

UM víðan völl er fjórða greinasafn eftir Jóhannes Helga .

Ritsafn þetta geymir hátt í 60 skrif úr blöðum, tímaritum og handritum allar götur frá 1954 og eru áður óbirt á bók: minningargreinar, þjóðmálagreinar, greinar um tengsl Björgvinjar og Íslands á miðöldum o.fl. Lúxemborgarsögurnar, um 100 blaðsíður, hafa hins vegar hvergi birst áður, segir í fréttatilkynningu. Þær eru ævintýralegar flugsögur, stórmerkur vitnisburður um hvernig þor og þrek íslensku víkingslundarinnar hefur nýst á þessari öld ofar hafi og skýjum heimsálfa í milli.

Útgefandi er Arnargrip. Bókin er 270 bls. Verð: 2.700 kr.