Ástráður Eysteinsson
Ástráður Eysteinsson
Umbrot - Bókmenntir og nútími er eftir Ástráð Eysteinsson .

Umbrot - Bókmenntir og nútími er eftir Ástráð Eysteinsson .

Bókin hefur að geyma 26 greinar um nútímabókmenntir, íslenskar og erlendar, og fjalla þær hver á sinn hátt um umbrot sem skipta sköpum fyrir skilning okkar á skáldskap og tengslum hans við aðrar nútímahræringar, segir í fréttatilkynningu.

Í þessu greinasafni er skyggnst eftir ýmsum almennum einkennum bókmennta og menningar á okkar tímum en jafnframt rýnir Ástráður í skáldverk margra höfunda. M.a. Þórberg Þórðarson, Franz Kafka, Thor Vilhjálmsson, Svövu Jakobsdóttur, John Fowles, Halldór Laxness, Sjón, Guðberg Bergsson, Gyrði Elíasson, Ernest Hemingway, Jakobínu Sigurðardóttur, Steinar Sigurjónsson og James Joyce.

Ástráður Eysteinsson er prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands og stjórnarformaður Hugvísindastofnunar Háskólans.

Útgefandi er Háskólaútgáfan. Bókin er 485 bls., kilja. Verð 3.280 kr. Háskólaútgáfan sér um dreifingu.