Sandra Grétarsdóttir, verslunarstjóri í þjónustumiðstöð Símans í Kringlunni, Arnar Pálsson, deildarstjóri þjónustumiðstöðva,Guðmundur Sigurðsson, forstöðumaður sölu- og viðskiptaþjónustu Símans og Ólafur W. Hand, sölustjóri hjá Aco, gengu frá samning
Sandra Grétarsdóttir, verslunarstjóri í þjónustumiðstöð Símans í Kringlunni, Arnar Pálsson, deildarstjóri þjónustumiðstöðva,Guðmundur Sigurðsson, forstöðumaður sölu- og viðskiptaþjónustu Símans og Ólafur W. Hand, sölustjóri hjá Aco, gengu frá samning
SAMNINGUR á milli Landssímans og Aco um tímabundið samstarf fyrirtækjanna var undirritaður nýlega. Í samningnum felst að til áramóta mun Síminn leigja Aco innréttingar og aðstöðu í Kringlunni til að selja tölvubúnað.

SAMNINGUR á milli Landssímans og Aco um tímabundið samstarf fyrirtækjanna var undirritaður nýlega. Í samningnum felst að til áramóta mun Síminn leigja Aco innréttingar og aðstöðu í Kringlunni til að selja tölvubúnað.

Landssíminn vill með þessu samstarfi veita viðskiptavinum sínum heildstæðar fjarskipta- og

upplýsingatæknilausnir á einum stað, að því er segir í fréttatilkynningu.

Samningurinn verður endurskoðaður í janúar og ef samstarfið gengur vel er stefnt að því að auka það og bjóða upp á tölvubúnað og lausnir frá Aco hjá fleiri þjónustumiðstöðvum Símans.

Aco mun hafa á boðstólum nokkrar tegundir af PC og Macintosh-tölvum, prentara, skanna, tölvuleiki og ýmislegt fleira.