Söngsveitin Fílharmónía við tökur í Seljakirkju á nýrri geislaplötu.
Söngsveitin Fílharmónía við tökur í Seljakirkju á nýrri geislaplötu.
HEILL þér himeska orð er heiti nýrrar plötu með Söngsveitinni Fílharmóníu og er fyrsta hending í íslenskri þýðingu Böðvars Guðmundssonar á verki Gabriels Fauré Cantique de Jean Racine og má kallast sanmefnari fyrir efni og inntak þeirra tónverka sem á...

HEILL þér himeska orð er heiti nýrrar plötu með Söngsveitinni Fílharmóníu og er fyrsta hending í íslenskri þýðingu Böðvars Guðmundssonar á verki Gabriels Fauré Cantique de Jean Racine og má kallast sanmefnari fyrir efni og inntak þeirra tónverka sem á plötunni eru. Öll verkin eru evrópsk að uppruna og eru sum þeirra alkunn eins og Ave verum corpus eftir Mozart og In dulci jubilo í raddsetningu Bachs. Flest verkin á plötunni eru ensk, frá ýmsum tímabilum og fæst þeirra verið hljóðritið áður á Íslandi, segir í fréttatilkynningu. Þau eru af ýmsum toga, allt frá því að vera einföld jólalög, eins og lagið frá Sussex í raddsetningu Ralph Vaughan Williams, til tónsmíða hans Let all the world in every corner sing.

Þetta er fimmta hljóðritið sem kemur út með söng kórsins sem á þessu starfsári heldur upp á fjörutíu ára afmæli, en fyrstu tónleikar hans voru haldnir vorið 1960, þegar Carmina Burana var frumflutt hér á landi.

Bernharður Wilkinson er stjórnandi Söngsveitarinnar Fílharmóníu.

Útgefandi er Söngsveitin Fílharmónía. Orgelleikur: Douglas A. Brotchie. Einleikur: Bernharður Wilkinson (flauta). Einsöngur: Sigrún Hjálmtýsdóttir. Hljómsveit: Strengjasveit (konsertmeistari Rut Ingólfsdóttir). Verð: 2.199 kr.