MÖRG störfin eru unnin til sjávar og sveita á virkum vinnudegi þegar hjól atvinnulífsins snúast sem hraðast. Þótt tæknin létti mönnum erfiðið á mörgum sviðum má engu að síður oft sjá karlmenni í aldarlok taka hraustlega á við sjávarsíðuna í vetrarnepju.
MÖRG störfin eru unnin til sjávar og sveita á virkum vinnudegi þegar hjól atvinnulífsins snúast sem hraðast. Þótt tæknin létti mönnum erfiðið á mörgum sviðum má engu að síður oft sjá karlmenni í aldarlok taka hraustlega á við sjávarsíðuna í vetrarnepju. Menn nú til dags eru þó yfirleitt ólíkt betur dúðaðir en forfeðurnir, sem glímdu við úfinn sæ í vetrarveðrum á opnum fleyjum í leit að björg í bú. Bláir hnúar heyra því að mestu sögunni til en sultardropar detta víst enn úr nefi og nefi.