MARGT verður um að vera á Laugavegi allar helgar fram að jólum. Laugardaginn 11. desember hefst uppákoman með því að safnast verður saman við Hlemm kl. 15:30.

MARGT verður um að vera á Laugavegi allar helgar fram að jólum. Laugardaginn 11. desember hefst uppákoman með því að safnast verður saman við Hlemm kl. 15:30.

Búast má við mikilli skemmtan þar sem sjálf "Kóklestin" ekur niður Laugaveg frá Hlemmi með fjölda jólasveina og annarra þátttakenda s.s. "Karlinum á kassanum" , en hann segir vegfarendum m.a. gamlar sögur frá Reykjavík og Laugavegi, félagar úr Lúðrasveitinni Svaninum blása jólalög, harmonikur hljóma og Stúlknakór Grensáss syngur og "Verkalýðsforingjarnir", en það er hópur frá Lúðrasveit Verkalýðsins, leikur. Þessir listamenn verða á ferðinni frá kl. 16-18 og frá kl. 20-22.

Sunnudaginn 12. desember verða verslanir við Laugaveg verða opnar frá kl. 13-17. Á ferðinni verða jólasveinar og einnig harmonikuleikarar og lúðrablásarar .

Frítt er í bílastæðahúsin um helgina og frítt í stöðumæla eftir kl. 14 á laugardag og allan sunnudaginn.

Verslanir eru opnar frá kl. 10-22 laugardag og 13-17 sunnudag .