Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts halda tónleika í sal Breiðholtsskóla á morgun, laugardag, kl. 14.30. Stjórnandi er Lilja Valdimarsdóttir. Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar Tónskóli Sigursveins D.

Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts

Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts halda tónleika í sal Breiðholtsskóla á morgun, laugardag, kl. 14.30. Stjórnandi er Lilja Valdimarsdóttir.

Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar

Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar stendur fyrir tvennum tónleikum á morgun, laugardag. Fyrri tónleikarnir verða kl. 14 í sal skólans við Hraunberg 2 og hinir síðari kl. 16 í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnestanga.

Fram koma nemendur í almennri deild.

Tónlistarskólinn í Grafarvogi

Þrennir tónleikar Tónlistarskólans í Grafarvogi verða í Grafarvogskirkju laugardaginn 18. desember. Kl. 10 kemur fram yngri hljóðfæradeild skólans, kl. 11.30 verða tónleikar eldri nemenda. Þriðju tónleikarnir verða kl 15.30, þá munu yngstu og elstu nemendurnir koma saman, ýmist í einleik eða samspilshópum.

Tónlistarskólinn í Árbæ

Tvennir tónleikar almennrar deildar Tónlistarskóla Árbæjar verða haldnir í Árbæjarkirkju á morgun, laugardag, kl. 14 og kl. 15.30.

Tónleikar söngleikja- og einsöngsdeildar, ásamt samspilshljómsveit skólans verða í Hinu húsinu, Aðalstræti, mánudaginn 13. september kl.18.

Tónlistarskólinn í Reykjavík

Tónleikar nemenda Tónlistarskólans í Reykjavík verða haldnir sunnudaginn 12. desember kl. 17 í Grensáskirkju.