[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Út er kominn nýr geisladiskur með hinni frábæru og afkastamiklu söngkonu Celine Dion. Ber diskurinn nafnið "All the way: A decade of songs". Á honum eru sextán lög þar af níu eldri lög af fyrri plötum söngkonunnar og svo sjö ný lög.

Út er kominn nýr geisladiskur með hinni frábæru og afkastamiklu söngkonu Celine Dion. Ber diskurinn nafnið "All the way: A decade of songs". Á honum eru sextán lög þar af níu eldri lög af fyrri plötum söngkonunnar og svo sjö ný lög. Diskurinn er í heildina mjög rólegur og ljúfur. Á umslagi disksins segir söngkonan sjálf að eldri lög disksins séu þau lög sem hafi verið þau stærstu og vinsælustu meðal aðdáenda hennar og þau nýju séu lög sem hún hafi fengið á þessu ári og hafi hrifist mjög af fyrir þennan disk. Á meðal eldri laganna má nefna meðal annars lögin, "Power of Love", "My Heart Will Go On", "Think " og "Because You Loved Me". Nýju lögin eru hvert og eitt mjög gott að mínu mati, ekta lög fyrir Celine Dion. "That's the Way It Is" er lag sem er orðið þó nokkuð vinsælt á öldum ljósvakans, fínt popplag og eina lagið sem ég myndi kalla að væri ekki rólegt. Titillag disksins er gamla lagið "All the Way" með Frank Sinatra. Að sögn Celine Dion er það í miklu uppáhaldi hjá henni og manni hennar og það sé svona þeirra lag. Útsetningin á því lagi er alveg frábær og gaman að heyra hve smekklega röddinni hans er smellt inná í bland við hennar. Enda ekki minni útsetjari á ferðinni í því lagi en David Foster. Hann útsetur fjögur af nýju lögum disksins og gerir mjög smekklega. Lagið "Live" sem mér finnst persónulega besta lagið af nýju lögunum á disknum útsetur hann frábærlega, lagið hefur svolítið klassískt yfirbragð þar sem hann notar mikla strengi og klassískan gítar og það hentar Celine mjög vel. Þar fer saman gott lag og góður texti. Lagahöfundurinn snjalli Diane Warren á fínt lag á disknum sem heitir "I Want You to Need Me". Í laginu "If Walls Could Talk" fær Celine til liðs við sig í bakraddir hina frábæru sönkonu Shania Twain. Það lag er mjög gott og útsett af Robert John "Mutt" Lange og er þetta held ég í fyrsta skipti sem hann útsetur fyrir Celine Dion.

Í heildina er þessi diskur mjög áheyrilegur og líður vel áfram í geislaspilaranum. Lögin eru útsett í sama stíl og á fyrri plötum söngkonunnar enda mikið af sama fólki að vinna með henni og áður, má þar nefna t.d. Humberto Gatica sem útsetur og tekur upp allan söng disksins. Umslag disksins er mjög smekklegt eins og við mátti búast frá Celine Dion. Þetta er fínn diskur fyrir aðdáendur sönkonunnar - skemmtilega ljúfur og rómantískur.