Björgunarsveit að störfum í skógi í Svíþjóð þar sem lítil farþegaflugvél hrapaði í gær.
Björgunarsveit að störfum í skógi í Svíþjóð þar sem lítil farþegaflugvél hrapaði í gær.
ÁTTA manns fórust þegar lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Piper PA-31 hrapaði í miðhluta Svíþjóðar í gær. Flugvélin gjöreyðilagðist og flak hennar fannst í skógi um 10 km norðvestan við Midlanda-flugvöll nálægt Sundsvall.

ÁTTA manns fórust þegar lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Piper PA-31 hrapaði í miðhluta Svíþjóðar í gær.

Flugvélin gjöreyðilagðist og flak hennar fannst í skógi um 10 km norðvestan við Midlanda-flugvöll nálægt Sundsvall. Í vélinni voru sjö farþegar og flugmaður og enginn þeirra komst lífs af.

Vélin lagði af stað laust eftir klukkan tíu í gærmorgun frá Sundsvall þar sem farþegarnir höfðu verið í tveggja daga viðskiptaferð. Vélin var á leiðinni til Gautaborgar.

Skömmu eftir flugtakið skýrði flugmaðurinn frá því að áttaviti vélarinnar væri bilaður og nokkrum mínútum síðar misstu flugumferðarstjórar talsambandið við flugvélina.

Leitin að vélinni gekk erfiðlega vegna hríðar og björgunarsveitir þurftu að nota torfærubíla til að komast að flakinu.