Egilsstaðir - Stefán Ragnar Höskuldsson, þverflautuleikari og Elizaveta Kopelman, píanóleikari, voru á tónleikaferðalagi á Austurlandi. Þau héldu tónleika á Egilsstöðum, Seyðisfirði og í Neskaupstað.
Egilsstaðir - Stefán Ragnar Höskuldsson, þverflautuleikari og Elizaveta Kopelman, píanóleikari, voru á tónleikaferðalagi á Austurlandi. Þau héldu tónleika á Egilsstöðum, Seyðisfirði og í Neskaupstað. Á efnisskrá voru sónötur fyrir flautu og píanó eftir fjóra höfunda, John Field, Samuel Barber, Otar Taktakishvili og Sergei Prókofíev. Stefán og Elizaveta eru hjón og útskrifuðust bæði frá Konunglega Tónlistarháskólanum í Manchester á Englandi. Þau hafa haldið fjölda tónleika á Englandi, meginlandi Evrópu, Norður-Ameríku og á Íslandi. Stefán hefur tvívegis komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Elisaveta vann keppni sem haldin var á vegum Young Artist Concert Trust í London og í kjölfar þess hefur hún komið fram í öllum helstu tónleikasölum Englands auk þess að hafa spilað sem einleikari í New York, Moskvu, Buenos Aires og í Belgíu.