ARON Kristjánsson og félagar hans í danska liðinu Skjern töpuðu fyrir Viborg, 22:21, í dönsku 1. deildinni í handknattleik í fyrrakvöld. Aron skoraði fimm mörk í leiknum.
ARON Kristjánsson og félagar hans í danska liðinu Skjern töpuðu fyrir Viborg, 22:21, í dönsku 1. deildinni í handknattleik í fyrrakvöld. Aron skoraði fimm mörk í leiknum.

HANS Petter Buuras , ólympíumeistari í svigi frá Noregi, meiddist á æfingu í gær, tognaði liðband, og verður frá keppni næstu tvær vikurnar. Hann tekur því ekki þátt í svigmóti heimsbikarsins í Madonna di Campiglio á mánudagskvöld.

KRISTINN Björnsson keppir í sviginu í Madonna di Campiglio á mánudaginn. Hann verður væntanlega með rásnúmer í kringum 30. Svigið fer fram í flóðljósum og verður sýnt beint á Sýn og hefst fyrri umferðin kl. 17.00.

MICHELA Dorfmeister frá Austurríki sigraði í stórsvigi heimsbikarsins sem fram fór í Val d'Isere í Frakklandi í gær.

KJELL INGE Bråtveit , aðstoðarþjálfari Viking frá Stavangri, verður líklega eftirmaður Teits Þórðarsonar sem landsliðsþjálfari Eistlands og Flora Tallinn . Hann mun vera í viðræðum við Eistlendinga um þessi mál.

ÞRÁINN Hafsteinsson var kjörinn í stjórn frjálsíþróttadeildar ÍR á aðafundi deildarinnar í vikunni.Er þetta í fyrsta skipti sem hann situr í stjórn deildarinnar, en hann hefur verið aðalþjálfari hennar undanfarin ár. Þráinn hefur rifað seglin í þjálfuninni.

EINNIG voru kjörnir í stjórn með Þráini, Katrín Atladóttir, Anna Sigurjónsdóttir, Stefán Hall dórsson og Sigurlaug Magnúsdótt ir. Mikið jafnræði er stjórnarmönnum og enginn þeirra er formaður deildarinnar, en þau munu skipta með sér verkum við einstök verkefni. Ljóst mun hins vegar vera að Katrín sér um fjármálin.